Þjóðir
Andorra
Andorra er furstadæmi í austurhluta Pýreneafjalla milli Frakklands og Spánar. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella. Tungumálið er catalan.Ísland
Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Höfuðborg Íslands er Reykjavík og tungumálið er íslenska.Kýpur
Kýpur er eyja í eystri hluta Miðjarðarhafsins sunnan við Tyrkland. Kýpur er þriðja stærsta eyja Miðjarðarhafsins. Höfuðborg Kýpur er Nikósía.Liechtenstein
Liechtenstein er smáríki í mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz og opinbert tungumál er þýska.Lúxemborg
Stórhertogadæmið Lúxemborg er í Vestur-Evrópu. Það á landamæri að Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu. Höfuðborgin heitir Lúxemborg.Malta
Lýðveldið Malta er lítið og þéttbýlt land á samnefndri eyju og nokkrum smærri eyjum í Miðjarðarhafi. Höfuðborg Möltu er Valletta og tungumálin eru maltneska og enska.Mónakó
Furstadæmið Mónakó er borgríki og annað minnsta ríki heims. Það er innan landamæra Frakklands. Opinbert tungumál er franska.San Marínó
San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga. Tungumálið er ítalska.Svartfjallaland
Svartfjallaland er í suðaustanverðri Evrópu. Landið á strönd að Adríahafi og landamæri að Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu, Kosóvó og Albaníu.