TBR-húsið

TBR-húsið

Keppni í borðtennis fer fram í TBR - húsinu. 

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1938. Klúbburinn á tvö hús sem aðallega eru notuð til þess að spila badminton, fimm badmintonvellir eru í minna húsinu uppi, en tólf badmintonvellir eru í stærra húsinu niðri. Á milli húsanna er æfingasvæði fyrir borðtennis. Flest borðtennismót á Íslandi fara fram í stærri salnum niðri, og þar mun keppni í borðtennis á Smáþjóðaleikum fara fram.