Korpuvöllur, Korpúlfsstöðum

Korpuvöllur, Korpúlfsstöðum

Keppni í golfi fer fram á Korpuvelli á Korpúlfsstöðum. 

Golfvöllur Korpu er 27 holu völlur. 18 holu golfvöllur var vígður árið 1997 og er einn af bestu golfvöllum landsins í dag. Hann er mjög fjölbreyttur, fyrstu níu holurnar spilast í kringum Korpu, en síðari níu holurnar spilast meðfram sjónum. Búið er að planta mikið af trjám um völlinn, þannig að hann mun breytast að einhverju leyti á næstu árum.