Laugardalslaug

Laugardalslaug

Keppni í sundi mun fara fram í innilaug Laugardalslaugar.

Laugardalslaug er stærsta sundlaug borgarinnar. Á svæðinu er 50m útilaug, 50m innilaug, útilaug fyrir börn og diskur, þrjár rennibrautir, fjöldinn allur af heitum pottum, gufubað, æfingaaðstaða og mini-golf völlur. 

Talið er að sund- og baðferðir hafi verið tíðkaðar frá alda öðli í Laugardalnum. Árin 1907 - 1908 var laugarker hlaðið úr tilhöggnum steini og er það trúlega fyrsta íþróttamannvirkið sem Reykjavíkurbær lét byggja. Sund hefur verið iðkað alla tíð síðan í Laugardalnum. Laugardalslaugin við Sundlaugaveg var tekin í notkun 1. júní 1968. Byrjað var á nýrri bað- og búningsaðstöðu árið 1981 við laugina. Viðbyggingin var tekin í notkun 1986.