Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugaból

Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugaból

Keppni í júdó fer fram í Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugabóli

Ármannsheimilið var tekið í notkun í september árið 2006 og er stærsta og fullkomnasta fimleika- og júdóaðstaðan í Reykjavík. Á neðri hæðinni eru þrír fullkomnir keppnisvellir fyrir júdó, í um 900 fermetra sal sem er með 250 manna áhorfendastúku. Keppni í júdó á Smáþjóðaleikunum verður þó haldin í fimleikasalnum að lokinni keppni í fimleikum. Fimleikasalurinn er rúmlega 1700 fermetrar með áhorfenda aðstöðu fyrir 450 manns en á Smáþjóðaleikunum verður áhorfenda aðstaða fyrir um 900 manns.