Laugardalsvöllur
Laugardalsvöllur er 105 x 68 metrar með fullkomna átta brauta frjálsíþróttaaðstöðu. Áhorfendastúkur við völlinn voru byggðar 1958 og 1997, en eldri stúkan gerð upp 2006. Stúkurnar taka saman 9800 manns og stæði taka 5200 manns. Mesti áhorfendafjöldi á íþróttaleik á Laugardalsvelli var árið 2004 á leik Íslands og Ítalíu þegar að 20.204 manns mættu. Ísland kom flestum á óvart og vann 2-0. Fjölmargir tónleikar hafa verið haldnir á vellinum, en fjöldamestu tónleikarnir voru árið 2007 þegar um 25.000 manns mættu.
Íslendingar hafa mikla ástríðu á knattspyrnu og á Laugardalsvelli mæta mörg hundruð manns yfir sumartímann á leiki sem spilaðir eru í deildinni og í bikarkeppni. Þar eru landsleikir Íslands einnig spilaðir.