Keppni í strandblaki hófst í dag

Keppni í strandblaki á Smáþjóðaleikunum hófst í dag á glænýju og stórglæsilegu strandblakssvæði í Laugardalnum.Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikir í strandblaki fara fram hér á landi og því ástæða til að gleðjast þó veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í dag. Þónokkur vindur var og mjög kalt og á tímabili féllu nokkur snjókorn.
Í karlakeppninni tóku Einar Sigurðsson og Orri Þór Jónsson á móti liði frá Andorra og sáu þeir lítið til sólar í þeim leik. Andorramenn, sem unnu brons á síðustu leikum, léku vel og nýttu vindinn rétt og varð fljótt ljóst að íslenska liðið átti við ofurefli að etja. Svo fór að þeir töpuðu 2-0, fyrri hrinunni 21-6 og þeirri síðari 21-5.
Þær Berglind Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir, sem skipa kvennalið Íslands, léku hinsvegar vel í dag og sigruðu Liechtenstein í æsispennandi leik 2-1, þar sem oddahrinunni lauk með 15-13 sigri eftir að staðan hafði verið jöfn 13-13. Í fyrri hrinunni sem vannst örugglega 21-13, gekk allt upp. Móttaka og blokk var góð og sóknirnar einnig og yfirburðir þónokkrir. Í annari hrinu lentu þær hinsvegar undir og gerðu mun fleiri mistök en í fyrri hrinunni. Þó nokkrar góðar skorpur hafi komið inn á milli þá dugði það ekki til og tapaðist hrinan 21-15. Oddahrinan var gríðarlega spennandi og skiptust liðin á að hafa forystuna. Í stöðunni 13-13 missti Leichtenstein fleig út af vellinum og íslensku stelpurnar nýttu tækifærið og kláruðu leikinn 15-13.
Á morgun leika bæði íslensku liðin gegn Kýpur. Karlarnir klukkan 16:30 og konurnar klukkan 17:30, en þar má búast við hörku spennandi leikjum.
Úrslit dagsins í strandblaki voru þessi:
Karlar A	LIE-MON	12:00	    2 : 0  (21:18) (21:15)
Karlar B	CYP-SMR	13:00	    2 : 0  (21:18) (21:11)
Konur LUX-CYP	14:00	    0 : 2  (10:21) (18:21)
Karlar B	AND-ISL	16:30	    2 : 0  (21:6) (21:5)
Konur MLT-MON	15:30	    0 : 2  (18:21) (20:22)   
Konur LIE-ISL	17:30	    1 : 2  (13:21) (21:15) (13:15) 
Leikir morgundagsins eru eftirfarandi:
Karlar A	LUX-MON	12:00	    
Karlar B	AND-SMR	13:00	    
Konur LIE-MLT	14:00	    
Konur LUX-MON	15:30	    
Karlar B	CYP-ISL	16:30	    
Konur ISL-CYP	17:30	    
Meðfylgjandi myndir eru af íslensku kvenna og karlaliðunum í strandblaki ásamt þjálfurum sínum.
Einar Sigurðsson þjálfar kvennaliðið en Karl Sigurðsson karlaliðið.
Nánari fréttir og upplýsingar um leiki og leiktíma má sjá á heimasíðu strandblaksins, www.strandblak.is.
Einnig má hafa samband við fjölmiðlafulltrúa strandblaksins, Lilju Jónsdóttur í síma 695-1710 og Kristínu H. Hálfdánardóttur í síma 892-6478.
.png)


1270.jpg?proc=Gestgjafar)


